Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 444 . mál.


1088. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson og Bergþór Magnússon frá fjármálaráðuneyti, Benedikt Davíðsson og Gylfa Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands, Rannveigu Sigurðardóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Hannes G. Sigurðsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Harald Sumarliðason og Jón Steindór Valdimarsson frá Samtökum iðnaðarins og Birgi Ármannsson og Kristmann Magnússon frá Verslunarráði Íslands. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá ASÍ, BSRB, Búseta, Neytendasamtökunum, Samtökum iðnaðarins, Verslunarráði Íslands og VSÍ.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 28. maí 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.



Valgerður Sverrisdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.

Sólveig Pétursdóttir.